Stórulaugar

 
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size

 

Veiði

Við Stórulauga rennur Reykjadalsá sem er margrómað bæði sem urriða og laxveiðiá. Áin lætur ekki mikið yfir sér en mikið magn urriða og lax veiðist í þessari gullfallegu perlu Reykjadals.

 

Rúmgóð herbergi

Herbergin á Stóru-Laugum eru björt og rúmgóð; Fjögur þeirra með sér baðherbergi en auk þess eru 4 herbergi með handlaugum.

 

Staðsetning

Bærinn Stórulaugar er við Laugar, í Reykjardal. Bærinn stendur við veg 846 aðeins 800m norður af framhaldsskólanum á Laugum(keyrt að skólanum síðan beygt til vinstri).
Folaldahótel

Folaldahótel er rekið hér á Stórulaugum á veturna, þar sem folöld eru tekinn í uppeldi. Undanfarin vetur hafa dvalið hér 7 folöld á folaldahótelinu. Þar er sennilega margur upprennandi snillingurinn, sem stefnir í 1. verðlaun síðar meir á ævinni, við vonum það.

Á Folaldahótelinu hafa m.a. dvalið undanfarið:
  • Óskastjarna,(faðir: Moli frá Skriðu - móðir: Glíma frá Árbakka)
  • Eyfirðingur,(faðir: Tristan frá Árgerði - móðir:Irpa frá Árgerði)
  • Framtíð (móðir: Tnna frá Keldunesi2 - faðir: Skandall frá Keldunesi2)
  • Systurnar þær Halastjarna, og Syrpa, sem eru undan Boða frá Torfunesi.

Á veturnar getum við hýst 18 hesta í styttri eða lengri tíma, auk þess að vera með hagabeit fyrir hross allt árið. Á sumrin hefur verið hér hagabeit fyrir hesta, sem eru í hestaferðum, en hér ríða oft stórir hópar hestamanna um Þingeyjasveit.

Reiðleiðir liggja hér heim frá bænum til allra átta.
 

www.storulaugar.is
Stórulaugar