Stórulaugar

 
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size

 

Veiði

Við Stórulauga rennur Reykjadalsá sem er margrómað bæði sem urriða og laxveiðiá. Áin lætur ekki mikið yfir sér en mikið magn urriða og lax veiðist í þessari gullfallegu perlu Reykjadals.

 

Rúmgóð herbergi

Herbergin á Stóru-Laugum eru björt og rúmgóð; Fjögur þeirra með sér baðherbergi en auk þess eru 4 herbergi með handlaugum.

 

Staðsetning

Bærinn Stórulaugar er við Laugar, í Reykjardal. Bærinn stendur við veg 846 aðeins 800m norður af framhaldsskólanum á Laugum(keyrt að skólanum síðan beygt til vinstri).
Aðbúnaður

Boðið er uppá gistingu með morgunverði í tveimur glæsilegum húsum í stórum, björtum og rúmgóðum herbergjum.

Húsin að Stórulaugum


Húsin tvö standa skammt frá hvort öðru og eru samtals með 11 glæsileg og rúmgóð herbergi. 7 herbergi eru með sér baðherbergi og 4 herbergi eru með handlaug og sameiginlegu baði.
Það er eingöngu boðið uppá uppábúin rúm, í tveggja og þriggja manna herbergjum en í öðru húsinu eru tvö þriggja manna og tvö tveggja manna herbergi. Í hinu húsinu er eitt 3ja mannna herberigi, eitt eins mans og tvö 2ja manna herbergi.

Við bjóðum þér uppá gistingu, morgunverð og kvöldverð, í kyrrlátu og fallegu umhverfi.

Glæsileg aðstaða - rúmgóð herbergi

Við húsið er staðsettur fallegur og rúmgóður heitur pottur. Vatnið sem er í honum kemur ofan úr brekkunni fyrir ofan bæinn og er lindvatn . Lindin sem vatnið er fengið úr var notuð til húshitunar frá árinu 1923 í gamla íbúðarhúsið sem byggt er sumarið 1897. Vatnið er tært og lyktarlaust og er óhætt að drekka það.

Heitur pottur við Stórulauga

 
English (United Kingdom)Deutsch (DE-CH-AT)Italian (Italy)Español(Spanish Formal International)

Merki Ferðaþjónustu bænda

Aðili að Ferðaþjónustu bænda


Hægt er að panta með tölvupósti á gisting@storulaugar.is eða í síma 464-2990 / 897-7093


www.storulaugar.is
Stórulaugar