Stórulaugar

 
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size

 

Veiði

Við Stórulauga rennur Reykjadalsá sem er margrómað bæði sem urriða og laxveiðiá. Áin lætur ekki mikið yfir sér en mikið magn urriða og lax veiðist í þessari gullfallegu perlu Reykjadals.

 

Hestaferðir

Við bjóðum ekki uppá hefðbundnar hestaferðir, heldur bjóðum við hestafólki upp á mat, gistingu og alla okkar þjónustu við að hjálpa til með að gera ykkar hestferð eftirminnilega og ánægjulega.

 

Staðsetning

Bærinn Stórulaugar er við Laugar, í Reykjardal. Bærinn stendur við veg 846 aðeins 800m norður af framhaldsskólanum á Laugum(keyrt að skólanum síðan beygt til vinstri).
Veiði
Við Stórulaugar rennur Reykjadalsá sem er margrómuð bæði sem urriða og laxveiðiá . Áin lætur ekki mikið yfir sér en mikið magn urriða og laxa veiðist í þessari gullfallegu perlu Reykjadals. Árið 2003 hófst uppbygging á vatnasvæði Reykjadalsár með aðferðinni að veiða og sleppa og sér strax árangur af því hvað varðar seiðamagn laxa í ánni

Veiði í Reykjadalsá

Hægt er að fá frekari upplýsingar um Reykjadalsá á heimasíðu leigutaka www.vatnsdalsa.is.

Einnig bjóðum við gæsaskyttur velkomnar að Stórulaugum en gæsaveiði er rómuð í dalnum og getum við oft reddað veiðimönnum morgunflug á kornökrum og kvöldflug við ána.
 
English (United Kingdom)Deutsch (DE-CH-AT)Italian (Italy)Español(Spanish Formal International)

Merki Ferðaþjónustu bænda

Aðili að Ferðaþjónustu bænda


Hægt er að panta með tölvupósti á gisting@storulaugar.is eða í síma 464-2990 / 897-7093


www.storulaugar.is
Stórulaugar