Stórulaugar

 
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size

 

Veiði

Við Stórulauga rennur Reykjadalsá sem er margrómað bæði sem urriða og laxveiðiá. Áin lætur ekki mikið yfir sér en mikið magn urriða og lax veiðist í þessari gullfallegu perlu Reykjadals.

 

Hestaferðir

Við bjóðum ekki uppá hefðbundnar hestaferðir, heldur bjóðum við hestafólki upp á mat, gistingu og alla okkar þjónustu við að hjálpa til með að gera ykkar hestferð eftirminnilega og ánægjulega.

 

Staðsetning

Bærinn Stórulaugar er við Laugar, í Reykjardal. Bærinn stendur við veg 846 aðeins 800m norður af framhaldsskólanum á Laugum(keyrt að skólanum síðan beygt til vinstri).
Afþreying

Frábær staður fyrir afslöppun og góða afþreyingu

Hægt er að gera ýmislegt hér í sveitinni hjá okkur. Stutt frá okkur er Goðafoss, Mývatn, Dimmuborgir, Dettifoss, Ásbirgi, hvalaskoðun á Húsavík, og bílasafnið í Ystafelli.

Við bjóðum uppá gistingu, morgunmat og kvöldmat, í kyrrlátu og fallegu umhverfi. Og svo er bara hægt að liggja í heita pottinum, og slappa af.

Hér eru frábærar gönguleiðir, til dæmis meðfram perlu Reykjadals Reykjardalsá eða eftir veginum sem liggur upp að Hvítafelli, hvað er betra en að rölta með sjálfum sér eða góðum vini í kyrrðinni í Reykjadal.

Reiðleiðir liggja hér heim frá bænum til allra átta. Hér getur fólk komið með sína eigin hesta, og notið góðrar þjónustu bæði í mat og gistingu. Hægt er að busla í heitapottinum fara í dagsferðir í frábæru umhverfi og fá sendan mat í áningu.

Goðafoss

 
English (United Kingdom)Deutsch (DE-CH-AT)Italian (Italy)Español(Spanish Formal International)

Merki Ferðaþjónustu bænda

Aðili að Ferðaþjónustu bænda


Hægt er að panta með tölvupósti á gisting@storulaugar.is eða í síma 464-2990 / 897-7093


www.storulaugar.is
Stórulaugar