Stórulaugar

 
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size

 

Veiði

Við Stórulauga rennur Reykjadalsá sem er margrómað bæði sem urriða og laxveiðiá. Áin lætur ekki mikið yfir sér en mikið magn urriða og lax veiðist í þessari gullfallegu perlu Reykjadals.

 

Rúmgóð herbergi

Herbergin á Stóru-Laugum eru björt og rúmgóð; Fjögur þeirra með sér baðherbergi en auk þess eru 4 herbergi með handlaugum.

 

Staðsetning

Bærinn Stórulaugar er við Laugar, í Reykjardal. Bærinn stendur við veg 846 aðeins 800m norður af framhaldsskólanum á Laugum(keyrt að skólanum síðan beygt til vinstri).
Gönguferðir

Í kyrrðinni hér í Reykjadalnum er gaman að skella sér í gönguferðir. Hægt er að skoða áhugaverða staði í nágrenni Stórulauga t.d. að ganga upp að Hvítafelli um gamla þjóðbraut sem liggur yfir í Laxárdal.

Frá Stórulaugum er um klukkutíma gangur að Litlu Þverá í Laxárdal. Gaman er að taka sér göngutúra um móana og koma berjablár og saddur til baka. Ekki má gleyma að hvergi á Íslandi er sólarlagið fallegra, norðurljósin skærari eða kyrrðin meiri en einmitt hér í Reykjadalnum.

Frábært umhverfi til gönguferða

 
English (United Kingdom)Deutsch (DE-CH-AT)Italian (Italy)Español(Spanish Formal International)

Merki Ferðaþjónustu bænda

Aðili að Ferðaþjónustu bænda


Hægt er að panta með tölvupósti á gisting@storulaugar.is eða í síma 464-2990 / 897-7093


www.storulaugar.is
Stórulaugar