Stórulaugar

 
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size

 

Veiði

Við Stórulauga rennur Reykjadalsá sem er margrómað bæði sem urriða og laxveiðiá. Áin lætur ekki mikið yfir sér en mikið magn urriða og lax veiðist í þessari gullfallegu perlu Reykjadals.

 

Rúmgóð herbergi

Herbergin á Stóru-Laugum eru björt og rúmgóð; Fjögur þeirra með sér baðherbergi en auk þess eru 4 herbergi með handlaugum.

 

Staðsetning

Bærinn Stórulaugar er við Laugar, í Reykjardal. Bærinn stendur við veg 846 aðeins 800m norður af framhaldsskólanum á Laugum(keyrt að skólanum síðan beygt til vinstri).
Saga Stórulauga
Saga jarðarinnar Stórulauga er getið í Reykdælu og er þá nefnist Laugar. Jörðin var sýslumannssetur fyrr á öldum, og var talin ein besta jörð sveitarinnar. Jarðhiti er í dalbrekkunni og var áður fyrr notaður til upphitunar húsa frá 1923 en er nú notaður í heita pottinn við gistiheimilið. Gamla íbúðarhúsið reisti Aðalgeir Davíðsson, 1897 en hann bjó á Stórulaugum frá um 1880 til 1931, fyrst með móður sinni en síðar með konu sinni Kristjönu Jónsdóttir.

Saga Stórulauga

Árið 1938 var jörðinni skipt upp og sonur þeirra hjóna Aðalsteinn Aðalgeirson, og k.h. Helga Jakobsdóttir, frá Hólum, reistu nýbýlið Laugarvelli á ¼ parti jarðarinnar syðst.

Lengst af bjó hér Kristjana Einarsdóttir, ættuð frá Stórulaugum og m.h. Jónas Stefánsson.

Á jörðinni búa nú Elín Björk Einarsdóttir og Sigurður Marinósson.
 
English (United Kingdom)Deutsch (DE-CH-AT)Italian (Italy)Español(Spanish Formal International)

Merki Ferðaþjónustu bænda

Aðili að Ferðaþjónustu bænda


Hægt er að panta með tölvupósti á gisting@storulaugar.is eða í síma 464-2990 / 897-7093


www.storulaugar.is
Stórulaugar